Í morgun var mikil loftmengun í Öræfum, blá móða lá yfir og sólin stafaði rauðum geislum þegar hún kom upp. Áttin er norðlæg en vindur afar hægur, nánast logn. Það var frost í nótt og þess vegna steypist mengunin frá eldgosinu í Holuhrauni niður hér. Svo heppilega vill til að ekki þarf að gera sérstakar ráðstafanir til að halda skólabörnunum inni í dag því nemendur eru í haustfríi, þar af leiðandi eru engar frímínútur í skólanum í dag!