Stúfur litli hefur síðustu daga verið á ferðinni með börnunum, hann fer heim með nemendum til skiptis og krakkarnir skrifa svo um ævintýrin sem þeir lenda í saman. Þetta hefur lengi verið fastur liður á aðventu í Grsk. í Hofgarði. Alltaf er Stúfur jafn heppinn, hann á marga góða vini í nemendahópnum og upplifir eitthvað nýtt og skemmtilegt á hverjum degi. Nú styttist í aðventustundina í Hofskirkju, þangað mætir Stúfur að sjálfsögðu og það verður gaman að heyra hvernig Stúfsstundin hljóðar á mánudaginn kemur 🙂