Aðventustundin í kirkjunni gekk ljómandi vel. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði, bæði í söng, undirleik og upplestri. Breskir vísindamenn hafa í nokkur ár fylgst með breytingum á Virkisárjökli og einn þeirra, Heiko, tók að sér að leika á harmonikku undir söng í kirkjunni. Heiko býr í Skotlandi en er fæddur og uppalinn í Þýskalandi; það er gaman að upplifa hvernig tengingarnar liggja víða því amma prestsins er einmitt frá Þýskalandi líka! Í dag var síðasti heimilisfræðitíminn á þessari önn og krakkarnir bjuggu til ljúffenga mola. Það styttist í jólafríið og öll erum við farin að hlakka til að hitta ættingjana og njóta jólanna.