Árlegt þorrablót skólans var haldið á bóndadaginn 23. janúar með mjög góðri þátttöku flestra sveitunganna. Að venju var snæddur þorramatur sem foreldrar sáu um að framreiða, nokkur þjóðleg lög voru sungin við undirleik Sigurgeirs og Lalla , farið var í leiki, marserað og dansað smástund við undirleik þeirra félaga. Alls voru 57 á blótinu, mjög vel heppnuð skemmtun.