Í dag borðuðum við fiskbollur í tilefni dagsins og fleiri bollutegundir sáust einnig á borðum nemenda.
Undanfarnar 5 vikur höfum við verið með gestanemendur í skólanum og fór nemendafjöldinn á tímabili upp í 9, en nú eru þeir allir farnir til baka og datt nemendafjöldinn því aftur niður í 5 í dag.
Spenningurinn magnast í skólanum fyrir öskudaginn en þá stefnum við að því að gera okkur dagamun með því að bregða á leik. Vetrarfrí verður svo dagana 20.-24. febrúar, mætum aftur þann 25. eftir fríið og þá verður komin góa.