Þann 11. mars fóru nemendur okkar tveir sem eru í 7. bekk að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Höfn. Annar þeirra, hann Styrmir hreppti 2. verðlaun, 1. verðlaun hlaut nemandi úr Grunnskóla Hornafjarðar og 3. verðlaun fékk nemandi úr Grunnskóla Djúpavogs.
20. mars hófst skóladagurinn á að fylgjast með sólinni með sérstökum sólmyrkvagleraugum sem skólanum voru gefin í tilefni af sólmyrkvanum sem var í hámarki kl. rúmlega 10:30 þennan dag. Merkilegt var að sjá sólina næstum hverfa á bak við tunglið. Svo var settur kraftur í lokaæfingar fyrir árshátíðina sem haldin var um kvöldið, þ.e. í gærkvöldi. Nemendur fluttu u.þ.b. klukkutíma dagskrá og á eftir var boðið upp á veislukaffi sem foreldrar og velunnarar skólans lögðu til. Flestir sveitungarnir mættu og þetta var mjög vel heppnað kvöld.
Í dag er smíðakennsla hjá okkur en það hefur verið hefð um árabil að fá smíðakennara lánaðan frá Höfn a.m.k. einn dag á ári og þá er smíðað allan daginn. Í dag eru óðum að fæðast alls konar glerlistaverk.