Nú er stutt á milli hátíða í Hofgarði. Góuhófið var um síðustu helgi og var eins og jafnan frábær veisla og góð skemmtun. Árshátíð skólans verður haldin í kvöld, veisluföngin eru farin að streyma að og stefnir í góðar kaffiveitingar eftir dagskrá nemenda sem verður hefðbundin, leikþættir, tónlist o.fl. Það ætlar að viðra vel á árshátíðargesti.