Við héldum árshátíð s.l. föstudag og fór hún fram með hefðbundnum hætti, dagskrá nemenda og kaffihlaðborði. Góan var að kveðja í gær og gerði það með dálitlum gusugangi og hríðarkófi a.m.k. á Hofi og austan megin í sveitinni, en fyrir innan Kotá var sól og næstum því sumarveður, rétt eins og um alla sveit í dag. Ætli að einmánuður sé að gefa tóninn fyrir næstu vikurnar með þessu góðviðri í dag þar til harpa kemur með sumarið? Í gær voru jafndægur að vori og dagsbirtan yfirtekur smátt og smátt náttmyrkrið.