Loksins er veðrið orðið hagstætt fyrir skólastarfið! Það er mikill munur að geta notið útiverunnar á milli kennslustunda í stilltu og góðu veðri og kennararnir eru áberandi léttari á brún fyrir vikið, enda vorum við búnar að fá alveg nóg af rokinu undanfarið. Útiloftið hressir, bætir og kætir!
Nú er kjördæmavika, þá gefst þingmönnum tóm frá þingstörfum til að sækja heim íbúa í kjördæmunum sem þeir þjóna. Allir Framsóknarþingmenn Suðurkjördæmis boðuðu komu sína í Hofgarð í dag. Sigurður Ingi, Silja Dögg, Páll Jóhann og Haraldur sögðu okkur frá því helsta sem þau hafa starfað síðastliðna átta mánuði. Síðan voru umræður þar sem íbúar og þingmenn skiptust á skoðunum um það hvað betur mætti fara á ýmsum sviðum. Þetta reyndist skemmtileg og málefnaleg samverustund.
„Vegagerðin varar við mjög hvassri austanátt um tíma í Öræfasveit og er því spáð að vindhraðinn verði 40-50 metrar á sekúndu í hviðum frá hádegi til klukkan fjögur síðdegis.“ – Við tökum að sjálfsögðu mark á veðurspám og þegar opinber viðvörun hefur verið gefin út þá reynum við alltaf að bregðast við af skynsemi. Það var því ákveðið að hafa þetta stuttan skóladag og nemendur voru sendir heim tímanlega áður en ófært var orðið.
Þorrablót skólans var haldið í gær, á sunnudagskvöldinu. Það átti að vera á föstudagskvöldinu en eins og oft áður í vetur setti veðrið strik í reikninginn, það var ekkert vit í að kalla fólk saman miðað við veðurspá daginn þann. Foreldrar skiptu með sér verkum og sumir komu snemma til að sjóða saltkjöt, kartöflur og rófur, og sneiða niður ljúffengt kjötmeti af ýmsu tagi: hangikjöt, sviðasultu, lundabagga, bringukolla, punga og fleira sem tilheyrir á þorraborðið. Strákarnir stóðu sig vel við að r
UMFÖ hefur staðið fyrir gönguferðum af og til og fyrsta gangan á nýju ári var farin laugardaginn 11.janúar. Sjö Öræfingar mættu galvaskir við Langahól í Sandfelli og gengu í glampandi sól upp með Falljökulskvíslinni. Laugardaginn 25.janúar var mæting við Hofgarð og gengið út í Eyjahús. Þar voru saman komnir átta Öræfingar sem örkuðu glaðbeittir af stað og nutu sín vel, örlítil rigning í lokin var bara hressandi! Það verður gaman að sjá hvaða spennandi göngu Hólmfríður býður okkur upp á eftir tvæ
Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur að taka þátt í þessu verkefni í annað sinn, en síðast vorum við þátttakendur skólaárið 2007-2008 og einnig þá unnu nemendur okkar til verðlauna. Í ár var þemað Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun heilbrigði o