Heimasíða Grunn- og leikskólans er komin aðeins til ára sinna. Það er erfitt að setja inn nýtt efni og frekar flókið að stýra henni. Það er verið að vinna í því að koma nýrri síðu á koppinn, sem getur virkað sem upplýsingasíða fyrir skólasamfélagið. Við vonumst til að geta verið með meira líf á síðunni þegar hún er orðin aðgengilegri.
Grunnskólinn í Hofgarði var settur 21. ágúst. Í skólanum stunda 4 nemendur nám í fjórum bekkjardeildum í samreknum Grunn- og leikskóla í leikskólanum eru fimm nemendur í vetur. Starfsmenn Grunnskólans eru Áróra Gústafsdóttir skólastjóri sem tók við af Hafdísi Roysdóttur, með henni er Sophia Fingerhut kennari. Í leikskólanum er Sigrún Sif Þorbergsdóttir deildarstjóri og með henni Beata Anna Ziminicka leiðbeinandi. Aðrir starfsmenn skólans eru Peter Ålander skólabílstjóri og matráður og Halldóra
Ágætu foreldrar og starfsfólk! Skólasetning Grunnskólans í Hofgarði verður mánudaginn 23. ágúst n.k. kl. 11. Nýir starfsmenn Leik- og grunnskólans verða kynntir. Með kveðju – Hafdís Roysdóttir – skólastjóri
Þegar skólinn hófst á ný eftir jólafrí tókum við okkur til einn daginn og spiluðum ýmis borðspil við mikla ánægju nemenda. Einnig gátum við haldið litla árshátíð í janúar þar sem nemendur fluttu stutta dagskrá og foreldrum boðið að koma og sjá. Síðan var veislukaffi með meðlæti frá foreldrum og kennurum. Öskudagur var að venju fjörugur dagur þar sem nemendur og kennarar voru í búningum. Farið var í ýmsa leiki, sungið og dansað, endað svo með pulsuveislu og nammi! Við höfum verið með bíódag þar s
Fræðslu- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt fulltrúum úr Bæjarráði komu í heimsókn í Hofgarð í dag. Þar var farið yfir teikningar og húsið skoðað með tilliti til breytinga sem fyrirhugaðar eru. Það stendur til að gera innangengt úr Leikskólanum Lambhaga inn í Grunnskólann í Hofgarði og einnig stendur til að endurnýja snyrtingar og ef til vill fleira. Það var gott að hittast og ræða málin, geta skoðað aðstæður því sumir eru ekki staðkunnugir í Hofgarði.
Nú á aðventunni höfum við brallað ýmislegt þótt allt sé með öðru sniði en undanfarin ár, þ.e. engir foreldrar komið í skólann í desember. Við föndruðum með nemendum bæði í leik-og grunnskóla allt mögulegt fyrir jólin og þau bjuggu til jólagjafir fyrir foreldra sína. Þá horfðu nemendur í leik-og grunnskóla á jólamynd og fengu popp. Hér voru bakaðar piparkökur með bæði leik-og grunnskólabörnum og þær skreyttar. Einnig bökuðu nemendur í grunnskólanum súkkulaðibitakökur og bjuggu til döðlugott. Hér