Nú er dæmigert haustveður, vindurinn gnauðar og af og til eru skúrir. Nemendur hafa unnið af kappi þennan mánudagsmorgun við stærðfræði, lestur, náttúrufræði og inn á milli hafa þau farið í tónlistartíma. Í dag þreyttu tveir nemendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri próf hér og það má víst segja að hér sé tíðindalítið, lífið gengur sinn vanagang í leikskólanum Lambhaga og Grunnskólanum í Hofgarði.
Þann 27.september fóru nemendur Grunnskólans í Hofgarði á Höfn. Þar sem vegalengdir eru miklar reynum við alltaf að samnýta ferðir þegar hægt er og þess vegna fóru sumir í heimsókn til jafnaldranna á Höfn, sátu tíma með skólabörnunum þar, á meðan aðrir fóru í leikhús. Elsti árgangur leikskólans Lambhaga og fyrsti bekkur skólans sá leikritið Ómar orðabelg og tíundi bekkur sá leiksýninguna Velkomin heim. Nú er samræmdu prófunum í 4. og 7.bekk lokið og að þessu sinni var einn nemandi í 4.bekk en ei
Nú er kominn nýr skólastjóri: Brynja Kristjánsdóttir tók við því starfi í ágústmánuði. Það er áskorun að taka við nýju starfi og að mörgu að hyggja þegar skólastarf vetrarins er skipulagt. Þau ánægjulegu tíðindi eru að Hafdís Roysdóttir hefur tekið að sér umsjónarkennslu við skólann, það er gaman að fá hana aftur til starfa eftir nokkurra ára hlé. Í leikskólann Lambhaga eru komnir tveir nýjir starfsmenn, þær Sigrún Sif Þorbergsdóttir og Olga Strakhova. Eva Bjarnadóttir er í hlutastarfi í leikskó
Nú er komið að því að skólastjórinn láta í sér heyra á þessari fallegu síðu skólans. En þannig er nú lífið og sumir eru ekki færir um að læra margt í einu. Undirrituð fékk þann heiður að flytjast í Öræfin á haustmánuðum sem einkenndust af sól og blíðu að taka við starfi skólastóra við Grunnskólann í Hofgarði af henni Pálínu sem hefur stýrt skólanum af röggsemi undanfarin ár. Síðan eru liðnir margir mánuðir og blíðan hefur oft farið afar hratt yfir ásamt óróa í Öræfajökli, vatnavöxtum, músagangi
Leikskóladeildin við Grunnskólann í Hofgarði var opnuð á ný eftir nokkurt hlé í október 2016. Á leikskólanum hafa verið fjögur til fimm börn. Þau eru á aldrinum eins og uppí fimm ára. Aldursbilið er mikið, en börnin læra að umgangast hvert annað, eins og systkin í stórum systkinahóp. Það gefur auga leið að faglegt starf er með öðrum hætti þegar börnin eru á svo dreifðum aldri. Yngri börn taka stundum þátt í leikjum sem miðaðir eru að eldri börnunum og eldri börnin hjálpa þeim yngri að átta sig á
Velkomin á opinberu fréttasíðu Grunnskólans í Hofgarði. Þó starfsmenn og foreldrar skólabarnanna fái auðvitað fréttirnar reglulega á innanhússíðunni, þá hafa margir velunnarar skólans lesið fréttasíðuna og því höldum við áfram að setja póst hingað inn. Talsverðar breytingar urðu á skólastarfinu síðastliðið haust. Þá lét Pálína Þorsteinsdóttir af störfum og nýr skólastjóri tók við, Magnhildur Björk Gísladóttir. Magnhildur þekkir vel til skólamálanna í sveitarfélaginu, hafandi kennt við skólann á