Leikskólinn tók til starfa 13.ágúst að loknu sumarleyfi. Í vetur verða þar 5 börn á aldrinum eins til fimm ára. Elsti nemandinn tekur þátt í skólastarfi með 1.-2.bekk en auðvitað eru skólabörnin og leikskólabörnin oft saman í útivist og ýmsum öðrum verkefnum líka. Kennsla hófst samkvæmt stundatöflu 25.ágúst. Nemendur voru spenntir að byrja að vinna og skólastarfið fer vel af stað. Fyrsta sameiginlega verkefni skólans og leikskólans var að fara í berjamó á Hofi. Það var gaman að sjá hvað allir st
Skólastarfið hefur verið með eðlilegum hætti eftir páska. Skólasundið hófst 5.maí og lýkur 22.maí. Sundlaugin er á Höfn og stundum nýtum við ferðirnar og gerum eitthvað fleira í leiðinni. Í síðustu viku fórum við í Haukafell og nutum útivistar þar og borðuðum nesti. Í næstu viku stefnum við aftur að því að gera meira út ferðinni einn daginn sem við förum í skólasund, þá ætlum við að skoða Skógey, koma við í fjósinu í Flatey sem er stærsta fjós landsins og fá okkur ís. Útivistardagur í þjóðgarðin
Skólastarfið hefur verið með venjulegum hætti eftir páskafrí og allir voru mjög glaðir að hittast á ný. Þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu verður skólastarfið samkvæmt skólanámskrá áfram nema sundkennslan, sundlaugar eru lokaðar vegna COVID smitvarna hér eins og annars staðar á landinu.
Í upphafi er best að útskýra hvers vegna við birtum sjaldan fréttir á heimasíðu skólans: öll samskipti við foreldra og skólahópinn fara fram í eigin persónu, í síma eða á lokaða hópnum okkar á facebook. Nú er svartasta skammdegið um garð gengið og daginn farið að lengja. Þorrablót skólans var haldið 24.janúar og heppnaðist vel. Maturinn var mjög ljúffengur, góð þátttaka var í fjöldasöngnum og stemmingin fín í leikjum og dansi. Fyrir þá sem ekki þekkja til má útskýra að þorrablót skólans er vel s
Aðventan hófst á bakstri. Nemendur skólans bökuðu súkkulaðibitakökur sem þau deildu með leikskólabörnunum, þær smökkuðust ljómandi vel. Einnig bökuðu nemendur piparkökur, þegar þær voru orðnar kaldar voru þær skreyttar í öllum regnbogans litum. Jólaföndur verður á vegum skólans fimmtudaginn 5.desember, foreldrar taka gjarnan þátt í þeirri samveru því öllum þykir gaman að vinna saman. Krakkarnir eru að læra jólasöngva og að þessu sinni eru það: Það á að gefa börnum brauð, Folaldið mitt hann Fákur
Einn óveðursdagur var í október og þá var skólastarf fellt niður. Nú í október fara nemendur vikulega á Höfn í sund. Þriðjudaginn 22.okt. var læknir í Hofgarði og skólahjúkrunarfræðingur með skólaskoðun. Síðan erum við skólafólkið að fara í haustfrí 25.-29.okt.