Þá er nú langt liðið á þetta skólaár og hefur veturinn verið einn hinn mildasti sem ég man eftir úr mínu skólastarfi og ekki mikið um hvassviðri. En það er sagt að skjótt skipist veður í lofti og það á vel við núna í maí sem byrjaði afar vel með góðviðri og stundum heitum dögum sem kom sér t.d. vel í útivist í Skaftafelli en nú hefur geisað þriggja daga óveður svo að fella þurfti niður skólahald 3 daga í röð. Ég minnist þess ekki að hafa þurft að aflýsa skóla í maí vegna veðurs, hvað þá í 3 daga
Við héldum árshátíð s.l. föstudag og fór hún fram með hefðbundnum hætti, dagskrá nemenda og kaffihlaðborði. Góan var að kveðja í gær og gerði það með dálitlum gusugangi og hríðarkófi a.m.k. á Hofi og austan megin í sveitinni, en fyrir innan Kotá var sól og næstum því sumarveður, rétt eins og um alla sveit í dag. Ætli að einmánuður sé að gefa tóninn fyrir næstu vikurnar með þessu góðviðri í dag þar til harpa kemur með sumarið? Í gær voru jafndægur að vori og dagsbirtan yfirtekur smátt og smátt ná
Í morgun mætti ég sólinni á leið í skólann í fyrsta sinn eftir skammdegið. Mér hefur alltaf fundist þessi árvissa fyrsta morgunkveðja sólarinnar á leið í skólann vera gott merki um að veturinn sé vel farinn að styttast. Reyndar hefur hann verið mjög mildur núna, kom samt við með áhlaupi í lok síðustu viku og skildi eftir talsverðan snjó, mikinn sums staðar, a.m.k. voru met sett í Reykjavík. En þeim mun meiri er birtan núna eftir drungann í vetur. Kannski verður ekki meiri vetur, hver veit. Fram
Þá er nú þorrinn genginn í garð þó að varla sé nú hægt að merkja það á veðrinu því að það hefur varla komið vetur ennþá. En það getur nú ýmislegt gerst með veðrið á þorra, góu og einmánuði svo að það er best að tala varlega. Við héldum skólaþorrablótið á bóndadag og fór það fram með hefðbundnum hætti með þátttöku sveitunga, bara fjölmennara en nokkurn tíma áður ef við munum rétt, það mættu 78 manns. Þorramaturinn þótti vel heppnaður og eins og venjulega fengum við góða aðstoð úr foreldrahópnum v
Það hefur aldeilis verið nóg að gera í skólastarfinu og hefur það alveg lent útundan að skrifa fréttir af því. Veðurfarið hefur verið svo milt á þessari önn að fátt hefur minnt á veturinn en allt í einu eru jólin farin að nálgast. Skólahald hefur verið hefðbundið og hafa allir smám saman verið að venjast nýjum aðstæðum. Við héldum upp á dag íslenskrar tungu 16. nóvember með dagskrá fyrir foreldra. Í lok nóvember komu menn frá fyrirtækinu Lappset, settu upp girðingu utan um leikskólalóð með sandk
Í dag hófst leikskólastarf í Hofgarði að nýju eftir margra ára hlé þar sem eru skráð 4 börn. Nemendur í 7.-9. bekk stunda nám sitt 2 daga í viku á Höfn og 3 daga vikunnar hér heima, samtals 5 nemendur. Svo eru nemendur í 1. – 6. bekk 6 talsins. Þannig að það er margt að gera í Hofgarði. Auk þessarar grunnþjónustu er búið að setja af stað íslenskunámskeið fyrir útlendinga og fer það fram síðdegis. Alls eru það rúmlega 30 manns sem eru í þessu námi nokkrar vikur, flest þeirra eru af hótelum