Síðasta skólavika var löng en skemmtileg. Fyrst voru venjulegir skóladagar frá mánudegi til föstudags, en á föstudeginum komu allir aftur í skólann um kvöldið til að halda árshátíð. Krakkarnir fluttu dagskrána með miklum sóma og það eru greinilega efnilegir leikarar og tónlistarmenn í þessum hópi, eins og fyrri árin. Á bak við slíka samkomu liggur mikil og fjölbreytt vinna við velja/þýða efni til flutnings, æfa það, útbúa sviðsmyndir, velja búninga, raða borðum í sal (og að skemmtun lokinni þarf
Það er líflegt í snjónum núna fyrir utan skólann þar sem frímínúturnar eru vel notaðar. Enda er ekki oft sem það kemur svona góður snjór til leikja þó að hann sé nú fremur til vandræða á vegunum. Þessa dagana er verið að undirbúa árshátíð skólans sem er ætlunin að halda eftir viku, föstudagskvöldið 14. mars. Alltaf dálítil spenna í loftinu í kringum þann atburð.
Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur. Það má með sanni segja, snjór yfir öllu með tilheyrandi birtu. Í skólanum eru ýmsar kynjaverur á kreiki, m.a. amerískur gangster, einkaspæjari frá 1850, smábörn og breskur kennari. Í hádegismat fengum við nýbakaðar pizzur og ýmsar gerðir af ljúffengum smáréttum. – Þetta er einn af þessum óhefðbundnu skóladögum en hann er engu að síður ágætur skóladagur.
Þá er Góunefndin búin að leysa af hendi alls kyns verkefni í Hofgarði, eins og hin fyrri ár. Það er búið að smyrja læsingar á hurðum, skipta um stíflaða slöngu í uppþvottavélinni og lagfæra ýmislegt fleira. Eins og margir vita þá hefur hagnaður af Góuhófum verið notaður í starfsemi hér í húsinu, eitt árið var keyptur skjávarpi sem nýtist bæði í skólastarfi og ýmsu félagsstarfi, það hefur verið keypt leirtau, húsbúnaður og ýmislegt fleira. Enda var Hofgarður byggður sem skóli og félagsheimili, lí
Þá er enn einn skóladagurinn á enda runninn, góður dagur eins og flestir skóladagarnir eru. Í dag voru tveir gestanemendur í skólanum og það er alltaf skemmtilegt, að þessu sinni voru það tvær stelpur sem báðar eru vel kunnugar hópnum hér. Síðastliðinn föstudag komu líka tveir gestir, tveir strákar og það var auðvitað líka gaman: það er bæði gaman að hitta aftur gamla vini og að kynnast nýjum krökkum. – Æfingar fyrir árshátíð eru að hefjast og það væri gaman að sjá sem flesta vini skólans
Þá er vetrarfríinu lokið og skóli hafinn að nýju. Það var gott að geta safnað upp orku í góðviðri síðustu daga því nú er komin ný lægð með tilheyrandi roki! Það var spáð hvassviðri þegar liði á daginn og ekki von á að það lægði fyrr en á morgun, svo valkostirnir sem við höfðum voru að stytta skóladaginn eða vera í skólanum í nótt! Það hefði verið betra fyrir nemendur að mæta með svefnpoka ef við hefðum ætlað að gista og var því tekin ákvörðun um að stytta þennan skóladag vegna veðurs. – Þa