Gerður var út leiðangur frá skólanum til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 4. mars í Hafnarkirkju. Víðir Ármannsson keppti fyrir hönd skólans en jafnaldrar hans, mæður þeirra og kennari fóru með. 1. verðlaun hlaut nemandi í Djúpavogsskóla en 2. og 3. verðlaun hrepptu nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar. Allir stóðu sig vel og okkar maður stóð vel fyrir sínu og við vorum mjög ánægð með ferðina.
Undirbúningur fyrir árshátíð stendur nú sem hæst. Krakkarnir standa sig vel og æfa leikrit og söng af fullum krafti. Þessa dagana má sjá fólk í ýmsum gervum í skólanum og það stefnir í klukkutíma dagskrá. Síðasta vika var afar óvenjuleg þar sem ófært var í skólann miðvikudag, fimmtudag og föstudag vegna hvassviðris.
Við fengum skemmtilegan gest í gær, mánudaginn 25.febrúar. Þegar nemandi var að vinna heimaverkefni í landafræði áttaði móðir hans sig á því að hún ætti myndir sem tengdust námsefninu og hún bauðst til að sýna þær í skólanum. Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli kom í skólann og sýndi okkur myndir frá ferðalögum sínum um Grænland, Færeyjar og Svíþjóð. Það var gaman að sjá hve ólíkir þessir staðir eru, gróðurinn var afar ólíkur og húsin í Stokkhólmi voru mjög ólík húsunum í hinum lö
Nemendur í 7.bekk taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni nú eins og mörg undanfarin ár. Þar sem þrír nemendur eru í 7. bekk var haldin undankeppni til að velja fulltrúa skólans sem mun keppa á lokahátíðinni á Höfn 4. mars. Þar mætast 3 skólar, Grunnskólinn í Hofgarði, Grunnskóli Hornafjarðar og Grunnskólinn á Djúpavogi. Undankeppnin var haldin í Hofgarði fimmtudaginn 21.febrúar. Foreldrum og öðrum aðstandendum allra skólabarnanna var boðið að koma og hlusta á upplesturinn. Fyrst lásu krakkarn