Það eru ekki ný tíðindi að það snjói á þorra en þetta er með meira móti hjá okkur um þessar mundir og nóg að gera hjá bændum að moka stéttarnar hver hjá sér og heimreiðar. Í gærkvöldi var þjóðveginum lokað í gegnum sveitina vegna þess að snjór hlóðst niður og það var mjög blint að keyra. Þar sem margir voru þó á ferðinni í gær þurfti að opna fjöldahjálparstöð í Hofgarði til að hýsa þá sem ekki komust fyrir á nærliggjandi hótelum og gistihúsum og gistu nálægt 30 erlendir ferðamenn í Hofgarði auk
Skólinn hófst eftir jólafrí á mánudeginum 4. jan. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að þjófstarta þorrablóti skólans svo um munaði og halda það fyrstu helgina eftir að skólinn byrjaði og stefnt að föstudeginum. Vinnuvikan endaði þó öðruvísi en ætlað var, því að það hvessti með látum á fimmtudeginum og var ekki farandi um fyrr en veðrinu slotaði að mestu leyti á laugardeginum. Það var því hvorki skólastarf né þorrablót á föstudeginum en á laugardagskvöld þann 9. jan. var haldið ágætt þorrabló
Í dag höldum við upp á dag íslenskrar tungu sem var reyndar í gær 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Það mætti örugglega finna þó nokkur orð yfir veður á þessum degi því að það var nokkuð misjafnt í sveitinni í gær. Víðast hvar var einhver vindur, a.m.k. gola eða venjulegt rok, en sums staðar logn á milli strjálla hviða sem urðu í sumum tilfellum þó nokkuð miklar rokur. Í Sandfelli hlýtur það að hafa talist ofsarok en þar mældist vindstyrkurinn mest 45 m/sek. Fárviðri kallast þa
Í gærmorgun fengum við danskan farandkennara í heimsókn, hann starfar í skólanum á Höfn og ætlar að koma oftar til okkar til að þjálfa nemendur í dönsku. Það verður skemmtilegt. Svo fórum við öll austur á Höfn, fengum að vera í fáeinum kennslustundum í Grunnskóla Hornafjarðar, hver með sínum jafnöldrum. Eftir það var farið í sund og tveir sóttu tíma í Tónskólann. Síðan áttum við góða stund í Fab Lab smiðjunni og náðum að kynnast aðeins möguleikunum að búa til skemmtilega hluti. Um kvöldið fórum
Dagforeldrar í Suðursveit og Öræfum. Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja gerast dagforeldrar í Öræfum eða Suðursveit. Um er að ræða daggæslu í heimahúsi, en heimilt er að rækja starfið í öðru húsnæði eftir samkomulagi og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Dagforeldrar geta verið með 4-5 börn í gæslu í einu og er dvalartími alla virka daga allt að 9 tímar á dag, sveitarfélagið niðurgreiðir til foreldra allt að 8 tíma á dag. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi.
Í gær settust nemendur okkar á skólabekk með jafnöldrum sínum á Höfn, voru með þeim í kennslustundum og fylgdu þeim einnig á dagskrána Tónlist fyrir alla í Hafnarkirkju. Að þessu sinni var það Tríópa sem samanstendur af söngvurunum Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Jóni Svavari Jósefssyni barítónsöngvara og Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara, sem flutti dagskrána. Fyrst voru flutt nokkur lög úr ýmsum áttum en svo enduðu þau á atriðum úr Töfraflautunni eftir Mozart. Þar fengum við m.a. að kyn