Í gærkvöldi 20. nóv. var skemmtikvöld í Hofgarði á vegum Ungmennafélags Öræfa. Formaðurinn, Sigrún Sigurgeirsdóttir sýndi myndir frá ferðalögum á árinu, bæði hérlendis og erlendis og óhætt að segja að það var fjölbreytt og fróðleg kynning á mörgum stöðum þar sem hún hafði gert víðreist. Að því loknu var setið og spjallað yfir kaffi dálitla stund og að endingu var tekin söngsyrpa þar sem Sigurgeir á Fagurhólsmýri og Þorlákur í Svínafelli spiluðu undir og leiddu fjöldasöng. Mæting var góð og þetta
Nú er snjófjúk úti og farið að vinda, en í dag var ljómandi gott veður. Það var ánægjuleg nýbreytni fyrir krakkana að leika sér úti í snjónum í frímínútunum í dag: það er kominn smá jólafiðringur í okkur, að minnsta kosti kennarana, þar sem við erum að skipuleggja skólastarfið fram að jólum 🙂 Að öðru leyti var skóladagurinn með hefðbundnu sniði og krakkarnir hafa brotið heilann um stærðfræði, málfræði og ýmislegt fleira í dag.
Skóladagurinn hófst seinna en venjulega vegna mikils vindhraða í Sandfelli; mesta vindhviðan þar í morgun nálgaðist 48 m/s. En veðrið var fljótt að ganga niður og þá gátum við mætt í skólann. Uppúr klukkan tvö kom góður hópur gesta í skólann til að taka þátt í dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu: Myndum af ýmsum þekktum stöðum í Vestmannaeyjum var varpað á tjald. Einnig var bent á ýmiskonar fróðleik sem búið var að festa upp á vegg í sal skólans ásamt myndum sem nemendur höfðu teiknað. Nemendur
Laugardagurinn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Þann dag er frí í skólanum og þess vegna verður dagskrá í tilefni dagsins flutt í skólanum á morgun, miðvikudag, klukkan 14:15. Foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið að taka þátt í dagskránni, hlusta á upplestur, syngja og horfa á myndir.
Veðurspá fyrir daginn í dag var slæm og því var það fyrsta verk í morgun að skoða upplýsingar frá sjálfvirku veðurstöðinni í Sandfelli. Þar var vindhraðinn í mestu hviðunum 39 m/s . Á vef Veðurstofunnar kom fram að vindhraðinn á Fagurhólsmýri var 26 m/s, þar fóru mestu vindhviðurnar upp í 35 m/s. Við þetta bætist ofankoma, heima hjá mér (á Fagurhólsmýri) er þunnt snjólag yfir jörðinni þó það sé ein gráða í hita; það er því viðbúið að þessi blauti snjór skapi hálku á veginum. Tekin var ákvörðun u
Miðvikudagur í síðustu viku var annasamur hér í skólanum þar sem við fengum heimsókn frá heilsugæslustöðinni á Höfn. Það voru 3 konur sem komu til að þjónusta sveitungana, læknir og 2 hjúkrunarfræðingar og þær afgreiddu viðtöl, flensusprautur, skólaskoðun og fræðslustundir með nemendum. Að þessum degi loknum var komið að haustfríi skólans og við vorum að mæta til leiks á ný í dag eftir langa og góða helgi sem sumir notuðu til ferðalaga og/eða ýmissa kaupstaðarerinda en aðrir notuðu tímann vel he