• Foreldrar
  • Innskráning

logo


  • Forsíða
  • Fréttir
  • Starfsfólk
  • Nemendur
  • Stundatafla


Fréttir

26
áGú
2016

Fyrsta vikan búin

skrifað af Pálínu
Fyrsta vikan var ánægjuleg. Fór rólega af stað þar sem skoðuð voru námsgögn fyrir hvern og einn og byrjað að vinna í bóklegum greinum. Lögð var áhersla á að kynnast í hópnum og að nýir nemendur og starfsmenn kynntust dálítið umhverfinu. Liður í því var t.d. ratleikur í Hofgarði, berjaferð ásamt útileikjum og fræðslu í Sandfelli og vikan endaði svo með að gengið var frá skólanum fram hjá Hofsbæjunum og farið yfir nöfn bæjanna og svo endað í rétt austur með fjallinu þar sem heitir Stekkatún. Þar v
Lesa meira →
23
áGú
2016

Nýtt skólaár hafið í stækkandi skóla.

skrifað af Pálínu
Þá er skólinn kominn í gang þetta haustið. Skólasetning var í gær og mættu þar 3 nýjar fjölskyldur frá hótelinu á Hnappavöllum. Sú breyting var ákveðin í skólasamfélagi sveitarfélagsins að nokkrir nemendur okkar í elstu bekkjunum fái umsjónarkennara á Höfn og tilheyri sínum bekkjum þar, fari austur í reglulegar staðlotur en vinni þess á milli í Hofgarði hjá kennara. Þar fyrir utan eru 6 yngri nemendur komnir hér í skóla. Einnig er verið að undirbúa opnun leikskóladeildarinnar  við Hofgarð fyrir
Lesa meira →
11
MAí
2016

Fjölgun framundan, vantar grunnskóla- og leikskólakennara

skrifað af Pálínu
Nú styttist til skólaloka, vorverkin eru í algleymingi með prófum, frágangi og ýmsum öðru vísi verkefnum en stundataflan segir til um þó að venjulegar kennslustundir séu einnig flesta daga. Um þessar mundir eru nemendur af og til í ferðum austur á Höfn v. sundkennslu og einnig hafa börnin fengið smíðatíma þar. Í gær var farið í þjóðgarðinn í Skaftafelli í ruslatínslu og á eftir voru grillaðar pylsur. Og bráðum förum við að huga að kartöfluræktun skólans fyrir mötuneyti næsta skólaárs. Nokkrir fr
Lesa meira →
11
MAR
2016

Góuhóf nýafstaðið og árshátíð skólans að skella á.

skrifað af Pálínu
Nú er stutt á milli hátíða í Hofgarði. Góuhófið var um síðustu helgi og var eins og jafnan frábær veisla og góð skemmtun.                                                                                                                                         Árshátíð skólans verður haldin í kvöld, veisluföngin eru farin að streyma að og stefnir í góðar kaffiveitingar eftir dagskrá nemenda sem verður hefðbundin, leikþættir, tónlist o.fl. Það ætlar að viðra vel á árshátíðargesti.
Lesa meira →
11
FEB
2016

Það snjóar og snjóar

skrifað af Pálínu
Það eru ekki ný tíðindi að það snjói á þorra en þetta er með meira móti hjá okkur um þessar mundir og nóg að gera hjá bændum að moka stéttarnar hver hjá sér og heimreiðar. Í gærkvöldi var þjóðveginum lokað í gegnum sveitina vegna þess að snjór hlóðst niður og það var mjög blint að keyra. Þar sem margir voru þó á ferðinni í gær þurfti að opna fjöldahjálparstöð í Hofgarði til að hýsa þá sem ekki komust fyrir á nærliggjandi hótelum og gistihúsum og gistu nálægt 30 erlendir ferðamenn í Hofgarði auk
Lesa meira →
11
JAN
2016

Á nýju ári 2016.

skrifað af Pálínu
Skólinn hófst eftir jólafrí á mánudeginum 4. jan. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að þjófstarta þorrablóti skólans svo um munaði og halda það fyrstu helgina eftir að skólinn byrjaði og stefnt að föstudeginum. Vinnuvikan endaði þó öðruvísi en ætlað var, því að það hvessti með látum á fimmtudeginum og var ekki farandi um fyrr en veðrinu slotaði að mestu leyti á laugardeginum. Það var því hvorki skólastarf né þorrablót á föstudeginum en á laugardagskvöld þann 9. jan. var haldið ágætt þorrabló
Lesa meira →
‹ Previous123456789Next ›Last »

Valmynd

  • Leikskólinn Lambhagi
  • Kennsluáætlanir
  • Saga skólans
  • Stefna skólans
  • Sérstaða skólans
  • Starfsáætlun
  • Skólanámskrá
  • Menning og samfélag
  • Skóladagatal
  • Mat á skólastarfi
  • Skólaráð

Fréttasafn

  • ágúst 2021 (1)
  • mars 2021 (1)
  • janúar 2021 (1)
  • desember 2020 (1)
  • nóvember 2020 (1)
  • september 2020 (2)
  • maí 2020 (1)
  • apríl 2020 (1)
  • febrúar 2020 (1)
  • desember 2019 (1)
  • október 2019 (2)
  • september 2019 (2)
  • mars 2018 (2)
  • október 2017 (1)
  • maí 2017 (1)
  • mars 2017 (1)
  • febrúar 2017 (1)
  • janúar 2017 (1)
  • desember 2016 (1)
  • október 2016 (1)
  • ágúst 2016 (2)
  • maí 2016 (1)
  • mars 2016 (1)
  • febrúar 2016 (1)
  • janúar 2016 (1)
  • nóvember 2015 (1)
  • október 2015 (2)
  • september 2015 (2)
  • apríl 2015 (2)
  • mars 2015 (1)
  • febrúar 2015 (2)
  • janúar 2015 (1)
  • desember 2014 (4)
  • nóvember 2014 (2)
  • október 2014 (4)
  • september 2014 (4)
  • ágúst 2014 (1)
  • maí 2014 (5)
  • apríl 2014 (1)
  • mars 2014 (5)
  • febrúar 2014 (7)
  • janúar 2014 (4)
  • desember 2013 (3)
  • nóvember 2013 (5)
  • október 2013 (5)
  • september 2013 (4)
  • ágúst 2013 (2)
  • maí 2013 (8)
  • apríl 2013 (5)
  • mars 2013 (4)
  • febrúar 2013 (2)
  • janúar 2013 (1)

Tenglar

  • Hornafjörður
  • Lesvefurinn
  • Skólavefurinn
  • Umferðarvefurinn

 

  • Heimili og skóli
  • Menntagátt
  • Menntamálaráðuneytið
  • Mentor

  

Upplýsingar

Grunnskólinn í Hofgarði
Hofi
785 Öræfum

Sími: 478 1672
hofgardur@hornafjordur.is