Skólastarfið hófst í morgun með kennslu í móðurmáli og stærðfræði eins og aðra morgna. Kennarahópurinn kom heim á laugardeginum eftir námsferð í Reykjanesbæ, þangað fóru allir úr leik- og grunnskólum sveitarfélagsins til að kynna sér breyttar áherslur í skólunum þar. Í Reykjanesbæ er lögð ofur áhersla á læsi og að grípa strax inní ef nemendur ná ekki tökum á lestri, lestur er síðan þjálfaður markvisst bæði heima og í skólunum því fluglæs börn hafa forskot á torlæs börn þegar kemur að því að tile
Fyrsta kennslustund dagsins var helguð bókmenntum, þá var verið að lesa sögur og velta fyrir sér innihaldinu. Síðan tók við stærðfræði og hún var bráðskemmtileg að venju. Í frímínútunum fóru allir út að róla, en þar sem það var mengun í lofti var fljótt farið inn aftur og flestir sneru sér að byggingarvinnu, það voru byggð hús, bílar, hestar og hundar úr Lego-kubbum. Hádegismaturinn var soðinn blóðmör og lifrarpylsa með kartöflum, rófum, gulrótum og jafningi. Með þessu voru heimabökuð pítubrauð,
Í morgun var mikil loftmengun í Öræfum, blá móða lá yfir og sólin stafaði rauðum geislum þegar hún kom upp. Áttin er norðlæg en vindur afar hægur, nánast logn. Það var frost í nótt og þess vegna steypist mengunin frá eldgosinu í Holuhrauni niður hér. Svo heppilega vill til að ekki þarf að gera sérstakar ráðstafanir til að halda skólabörnunum inni í dag því nemendur eru í haustfríi, þar af leiðandi eru engar frímínútur í skólanum í dag!
Í gær kom Elín Freyja læknir og Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur í skólann með hefðbundna skólaskoðun og þjónustu við íbúa sveitarinnar. Í Hofgarði er heilsugæslusel, þar er eitt herbergi sem er tiltækt þegar læknirinn er á ferðinni. Að öðru leyti var skóladagurinn nokkuð hefðbundinn, það var m.a. unnið í íslensku, stærðfræði, ensku og bökuð gulrótarkaka í heimilisfræði. Í dag þreyta nemendur lestrarpróf, í skólasamfélaginu okkar er lögð sérstök áhersla á lestur um þessar mundir. Á stundatöflu
Í dag var nokkuð hefðbundinn skóladagur: móðurmál, stærðfræði, náttúrufræði, saga og handavinna í Hofgarði ásamt tónlistarkennslu. Í síðustu viku fórum við til Reykjavíkur í skólaferðalag og skoðuðum höfuðborgina hátt og lágt. Við skoðuðum miðbæinn: Aðalstræti með fyrsta húsi borgarinnar, Stjórnarráðið, Alþingishúsið, Ráðhúsið, Hallgrímskirkju, Arnarhól og fleira. Svo fórum við á Sögusafnið og Sjóminjasafnið, fengum skoðunarferð um RÚV, fórum í keilu, lasertag, sund og skautuðum í Skautahöllinni
Nú stendur yfir hreyfivika hjá Grunnskólanum í Hofgarði. Ungmennafélag Íslands er aðili að ISCA sem eru alþjóðleg systursamtök sem hafa það markmið að auka hreyfingu almennings um allan heim. Árlega þá standa þau fyrir hreyfiviku og nú er sú vika 29/9-5/10. Framkvæmdahópur forvarna hjá Sveitarfélaginu Hornafirði ákvað að hvetja sem flesta skóla og félög á svæðinu að taka þátt í þessari hreyfiviku og við hjá Grsk. í Hofgarði urðum við þeirri áskorun. – Það var gaman þegar stytti upp eftir