Skólinn er hluti af samfélaginu í Öræfum og endurspeglast sá veruleiki í skólastarfinu að einhverju leyti. Á flestum heimilum hér er stundaður búskapur, ýmist með sauðfé eða ferðamenn! Sumir nemendur taka þátt í að reka kindur og vinna í fé þegar heim úr skóla kemur, en aðrir efla tungumálakunnáttu sína með því að spjalla við ferðamennina. Skóladagurinn í dag hófst með stærðfræði og íslenskuvinnu. Síðan tók við enska og eftir hádegismatinn var heimilisfræði þar sem nemendur bökuðu. Loks var leik
Í dag byrjuðum við að gera verkefni í lesskilningi. Síðan fórum við í skrift og stærðfræði. 5.bekkur var að læra mælingar, 6.bekkur margföldun og 7.bekkur að undirbúa sig fyrir samræmd próf sem verða 25. og 26. september. Eftir nesti voru frímínútur, þá fóru allir út að hjóla. Síðan fór 7.bekkur í dönsku en 5.-6. bekkur fór í íslensku. Unnur er komin til að undirbúa matinn, það er venjulega fiskur á mánudögum. Eftir hádegi lærum við um Evrópu. Við ætlum líka að teikna myndir í tilefni af degi ís
Nú er komið fram í september og dagarnir orðnir nokkuð hefðbundnir, þessa stundina sitja nemendur við stærðfræðivinnu. Hjóladagar hófust í síðustu viku þannig að allir nemendur geta hjólað að vild í frímínútum og er það vel nýtt. Í síðustu viku eyddum við einum skóladegi í Skaftafelli í dásamlegu veðri. Þegar við kennararnir fórum til Brighton í apríl síðastliðinn þá vörðum við einum rigningardegi í Stamner skógi við útinám, það var mjög skemmtilegt en auðvitað er enn meira gaman þegar hittist á
Þá er komið að fyrsta skóladeginum, í dag verða námsbækurnar teknar fram að nýju. Það er alltaf gaman að fara í sumarfrí, en það er líka gaman að koma aftur í skólann og hitta vini sína. Auðvitað er sérlega gaman þegar veðrið er gott því frímínúturnar eru iðulega betri í blíðviðri heldur en í kalsaveðri. Já eins og allir vita eru vel heppnaðar frímínútur jafn mikilvægar og vel heppnaðar kennslustundir, þetta þarf allt að haldast í hendur svo öllum líði vel: forsenda fyrir góðu skólastarfi er ein
Í vetur hafa fjórir nemendur á miðstigi og unglingastigi Grunnskólans í Hofgarði unnið verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag er með starfsemi með ungu fólki í grunnskólum landsins. Unnin eru verkefni þar sem áhersla er lögð á að draga fram hugmyndir ungmenna um framfarir í heimabyggð, bæði í borginni og í dreifbýli. Fjórmenningarnir, þeir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Ísak Einarsson og Styrmir Einarsson unnu til fyrstu verðlauna í hugmyndavinnu fyrri hluta verkefnisins, og
Sundkennsla í dag: krakkarnir kepptust við að bjarga hvert öðru frá drukknun (æfing!), synda bringusund, skriðsund og bakskrið. Í hádeginu fór Pálína á súpufund með bæjarstjórn og skólastjórnendum til að hlusta á erindi frá Gylfa Jóni Gylfasyni fræðslustjóra Reykjanesbæjar. Brynja og Sigrún mættu á fyrirlestur Gylfa Jóns ásamt starfsfólki Grunnskóla Hornafjarðar síðar um daginn. Í Reykjanesbæ var tekin ákvörðun um að bæta árangur grunnskólanema, bæta menntun og auka þar með möguleika krakkanna í