Brynja kennir samfélagsfræði og sögu og elstu nemendurnir hafa verið að læra um sögu Evrópu, heimsstyrjaldirnar og stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig: stuðla að friði í heiminum. Í dag fékk Brynja Höllu Tinnu til að koma í skólann og segja frá Sameinuðu þjóðunum en Halla starfaði í hálft ár hjá utanríkisþjónustunni, var starfsmaður fastanefndar Íslands hjá SÞ. Halla sýndi myndir frá New York, bæði ýmsum áhugaverðum stöðum ei
Í dag fórum við í skólaferðalag á Klaustur og nágrenni. Fyrsta stopp var við Hlaupið við Lómagnúp en þaðan fórum við í Fjaðrárgljúfur.Á Klaustri skoðuðum legstein Jóns Steingrímssonar, eldprests. Svo gengum við upp að Systravatni og tókum lagið í Sönghelli! Eftir skoðunarferðir um nágrennið þá fórum við í íþróttahúsið á Klaustri. Þar var tekið afar vel á móti okkur. Jói íþróttakennari átti að vera með nemendur í sundi, en hann breytti skipulaginu þannig að krakkarnir voru með okkur í leikjum í í
Grasið er orðið grænt og trén laufguð, fuglarnir líta inn um gluggana af og til. Sauðburður stendur sem hæst og margir nemendur eru önnum kafnir í fjárhúsunum þegar skóladeginum lýkur, allt er í fullum gangi bæði í skólanum og heima. Námsmatið er langt komið og styttist í að skólasundið hefjist.Það er því nóg að gera á öllum vígstöðvum.
Helst er nú að segja frá því að vorið er verulega farið að minna á sig með mildu veðri og fuglasöng. Það má geta þess að leiksýning Möguleikhússins, Eldklerkurinn, var sýndur 27. mars í Hofgarði við mjög góðar undirtektir. Sýningin var mjög vel sótt, um 37 áhorfendur og var almenn ánægja með að fá þennan frábæra menningarviðburð heimsendan. Kaffiveitingar voru í hléinu og þetta var eftirminnileg kvöldstund enda er Pétur Eggerz afar góður leikari. Einn 9. bekkjar nemandi hjá okkur var í síðustu v
Hópur Öræfinga mætti í Hofgarð til að horfa á mynd sem Sigurður Gunnarsson gaf skólanum, Eldflóðið steypist ofan hlíð. Þetta er heimildamynd um Skaftárelda, frá RÚV. Það var gaman að fræðast um þessar hamfarir og þessa tíma, áður en við fáum leiksýninguna Eldklerkinn frá Möguleikhúsinu n.k. fimmtudagskvöld.
Þó að daginn sé farið að lengja hefur suma daga verið nokkuð vetrarlegt hjá okkur undanfarið og oft hefur verið stórviðrasamt í vetur til skiptis við alveg viðráðanlegt vetrarveður og mjög gott veður inn á milli, t.d. um góuhófshelgina. En alloft hefur skólaakstur raskast að einhverju leytivegna veðurs, annað hvort í byrjun eða enda dags og stöku sinnum hefur þurft að fella niður kennslu. Núna á þriðjudaginn rauk snögglega upp með þreifandi byl og var ekki hægt að koma innbæingum heim úr skólanu