Þá er skólastarfið vel komið í gang þetta haustið, skólinn var settur 24. ágúst. Það var fámenn og góðmenn athöfn en nú er fjöldi nemenda í sögulegu lágmarki, aðeins 4 börn. Hefur aldrei verið svo fámennur áður en það eru þó teikn um að skólinn muni rísa úr þessari lægð. Allt fer fram með hefðbundnu sniði í skólastofunni og þess á milli njótum við veðurblíðunnar úti eftir venju fremur kalt sumar. Það er hjólavika og því gott að fá þetta góða veður enda eru hjólin óspart notuð. S.l. föstudag voru
Í gær fengum við skemmtilega gesti frá Hollandi. Það voru 15 manns, skólastjórar frá misjafnlega stórum skólum sem eru í ferðalagi að skoða skóla á Íslandi og njóta þess að sjá hluta af landinu á leiðinni. Þau spjölluðu við okkur í skólastofunni og svo dreifðu þau sér á milli nemenda okkar með verkefni. Það var þannig að á blaði voru litlir textar bæði á hollensku og íslensku og þau fengu framburðarkennslu á íslenska textanum en í staðinn kenndu þau nemendum okkar að segja hollensku orðin. Mjög
Laugardaginn 11. apríl kom kór Menntaskólans við Hamrahlíð í Hofgarð og hélt tónleika undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Alveg frábær kór, fágaður og fallegur. Aldrei áður hefur svo fjölmennur flokkur komið með dagskrá til okkar, það eru 83 í kórnum. Á eftir voru kaffiveitingar í boði Ungmennafélags Öræfa. Vorið er að reyna að lenda hjá okkur en það er alls konar veður þessa dagana, stundum vel bjart en stundum rigning eða snjókoma. En sumarið kemur í næstu viku.
Þann 11. mars fóru nemendur okkar tveir sem eru í 7. bekk að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Höfn. Annar þeirra, hann Styrmir hreppti 2. verðlaun, 1. verðlaun hlaut nemandi úr Grunnskóla Hornafjarðar og 3. verðlaun fékk nemandi úr Grunnskóla Djúpavogs. 20. mars hófst skóladagurinn á að fylgjast með sólinni með sérstökum sólmyrkvagleraugum sem skólanum voru gefin í tilefni af sólmyrkvanum sem var í hámarki kl. rúmlega 10:30 þennan dag. Merkilegt var að sjá sólina næstum hverfa á ba
Í dag borðuðum við fiskbollur í tilefni dagsins og fleiri bollutegundir sáust einnig á borðum nemenda. Undanfarnar 5 vikur höfum við verið með gestanemendur í skólanum og fór nemendafjöldinn á tímabili upp í 9, en nú eru þeir allir farnir til baka og datt nemendafjöldinn því aftur niður í 5 í dag. Spenningurinn magnast í skólanum fyrir öskudaginn en þá stefnum við að því að gera okkur dagamun með því að bregða á leik. Vetrarfrí verður svo dagana 20.-24. febrúar, mætum aftur þann 25. eftir fríið
Árlegt þorrablót skólans var haldið á bóndadaginn 23. janúar með mjög góðri þátttöku flestra sveitunganna. Að venju var snæddur þorramatur sem foreldrar sáu um að framreiða, nokkur þjóðleg lög voru sungin við undirleik Sigurgeirs og Lalla , farið var í leiki, marserað og dansað smástund við undirleik þeirra félaga. Alls voru 57 á blótinu, mjög vel heppnuð skemmtun.